Fiskvinnslu- og útgerðarfélagið Stakkavík hagnaðist um 3 milljarða króna á síðasta ári, samanborið við 46 milljóna tap árið áður.

Breytingin á milli ára skýrist aðallega af 3,7 milljarða hagnaði af sölu rekstrarfjármuna en fram kemur að bókfært virði seldra fiskveiðiheimilda árinu nam 2,7 milljörðum. Söluverð fastafjármuna nam 6,4 milljörðum.

Rekstrartekjur af útgerð hækkuðu úr 1,1 milljarði í 1,2 milljarða á milli ára en rekstrargjöld útgerðar lækkuðu um 137 milljónir og námu 567 milljónum. Rekstrartekjur af fiskverkun minnkuðu um 842 milljónir samhliða lækkun rekstrargjalda úr 2 milljörðum í 1,3 milljarða.

Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, ræddi við 200 mílur í febrúar 2020 og sagði félagið hafi dregið saman seglin, minnkað skuldir og passað að offjárfesta ekki í búnaði til að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi.

Hermann á Stakkavík ásamt eiginkonu sinni, Margréti Benediktsdóttur, og bróður sínum, Gesti Ólafssyni.