Hjá uppboðshúsunum Sotheby's og Christie's eru maí og nóvember yfirleitt stærstu mánuðirnir. Í gær var fyrsta voruppboðið hjá Sotheby's. Alls seldust málverk fyrir 386,3 eða tælega 50,5 milljarða króna.

Dýrasta málverkið sem selt var í gær var verkið L’Allée des Alyscamps eftir Vincent Van Gogh. Það seldist á 66,3 milljónir dollara eða tæpa 8,7 milljarða króna. Á vefnum Art News kemur fram að kaupandinn hafi verið miðaldra asískur karlmaður með gleraugu, klæddur leðurjakka með áfastri hettu. Sotheby's neitaði að gefa upp nafn mannsins.

Dýrasta málverk sem selst hefur á uppboði er Portrait of Dr. Gachet eftir Vincent van Gogh. Það seldist á 82,5 milljónir dollara hjá Christie's árið 1990, sem er 152 milljónir króna að raunvirði eða tæplega 20 milljarðar króna.