Sala á lúxusbílum jókst um 43% á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Á þessu tímabili seldust 229 lúxusbílar borið saman við 160 á sama tíma í fyrra. Söluandvirði bílanna nam 1,9 milljörðum króna, þ.e. miðað við að meðalverð lúxusbíls sé 8,5 milljónir króna. Vörumerkin í þessum flokki eru Mercedes- Benz, Audi, BMW, Lexus, Porsche, LandRover og Volvo.

Róbert Róbertsson, bílablaðamaður Viðskiptablaðsins, segir í pistli sínum um bílagreinina sem hann skrifaði í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins, ljóst að bílamarkaðurinn er að lifna við. Ofangreind aukning er til marks um bata í efnahagslífinu og má telja að fyrirtæki sjái nú gott tækifæri til að endurnýja bílakostinn.

Pistil Róberts má nálgast í heild sinni hér .