Á söluárinu, sem lauk nú í september, seldu íslenskir minkabændur skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um einn og hálfan milljarð króna. Söluárið stendur frá desember fram í september og er um fimm uppboð að ræða á því tímabili.

Á nýliðnu ári hafa verið seld um 150.000 íslensk minkaskinn hjá Kopenhagen Fur og hefur meðalverð þeirra verið um 10.000 krónur. Því hefur verið selt fyrir hálfan annan milljarð króna af íslenskum skinnum á árinu.