Velta Sven ehf., félags sem á og rekur níu niktótínpúðaverslanir undir merkjum Svens, nam 870 milljónum króna á síðasta ári. Þá hagnaðist félagið um 43,8 milljónir króna í fyrra.

Til samanburðar nam velta félagsins 311 milljónum króna á rekstrarárinu 2020 og hagnaðurinn tæpum 28 milljónum. Sven rekur níu verslanir á Íslandi, þar af átta höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ, en félagið var stofnað í apríl 2020 auk netverslunar.

Kostnaðarverð seldra vara nam 608 milljónum á síðasta ári og laun og launatengd gjöld átján starfsmanna félagsins 110,5 milljónum. EBITDA rekstrarhagnaður félagsins var jákvæður um 67 milljón króna.

Eignir félagsins voru metnar á 130 milljónir í ársbyrjun 2022. Stærstur hluti þess voru vörubirgðir fyrir ríflega 59 milljónir. Eigið fé Sven jókst talsvert á milli ára, fór úr 28,7 milljónum króna upp í 72,5 milljónir. Þá námu skuldir félagsins 58 milljónum króna á síðasta ári, en þær voru allar til skamms tíma.

Eigendur Sven í árslok eru þrír talsins. Litli Gaston ehf, félag í eigu Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, á 40% hlut og þá á Media Center ehf sem er í fullri eigu Ragnars Orra Benediktssonar jafn stóran hlut. Auk þess er 20% hlutur í eigu OP ehf. sem er félag í eigu Matthíasar Björnssonar.