Lokuðu útboði Reita á skuldabréfum lauk í dag. Boðin voru til sölu skuldabréf í áður útgefnum og skráðum flokkum, REITIR151244 og REITIR151124. Tilgangur útboðsins var samkvæmt tilkynningu að endurfjármagna núverandi skuldir félagsins, styðja við þróun þess og auka fjölbreytni fjármögnunar.

Alls bárust tilboð í flokkana að nafnvirði 935 milljónir króna. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 350 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,20% í flokknum REITIR151124 og að nafnvirði 175 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,50% í flokknum REITIR151244. Samtals voru skuldabréf því seld fyrir 525 milljónir króna.

Áður hafa verið gefin út skuldabréf að nafnvirði 28,9 milljarða króna í flokknum REITIR151244 og verður heildarstærð hans því að nafnvirði 29,1 milljarður króna eftir útgáfuna. Í flokknum REITIR151124 hafa áður verið gefin út skuldabréf að nafnvirði 2,1 milljarð króna og verður heildarstærð hans því að nafnvirði 2,5 milljarðar króna eftir útgáfuna.