Landsbankinn lauk í dag útboði á tveimur flokkum sértryggra skuldabréfa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef kauphallarinnar.

Alls bárust tilboð að fjárhæð 2,4 milljarða, en tilboðum var tekið fyrir 720 milljónir. Skuldabréfin bera nafnið LBANK CBI 22 og eru verðtryggðum flokki sem skráður er á Nasdaq Iceland. Bréfin eru skráð á 720 milljónir króna og bera 3,50% ávöxtunarkröfu.

Engum tilboðum var tekið í óverðtryggða flokkinn LBANK CB 19.

Landsbankinn hefur áður gefið út bréf í sama flokki og það að upphæð 16.140 milljóna. Heildarstærð flokksins nemur nú 16.860 milljónum króna. Stefnt er að því að viðskipti með bréfin hefjist þann 23. ágúst næstkomandi á Nasdaq Iceland og mun fjárfestingabankinn Kvika sinna viðskiptavakt.

Sértryggðu skuldabréfin eru gefin út með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu.