Í kringum 175 Star Wars leikföng voru slegin á uppboði síðastliðinn föstudag að andvirði 502.202 bandaríkjadollara eða um 65 milljónir íslenskra króna. Uppboðið var haldið af Sotheby's í samstarfi við japanska hönnuðinn og tónlistarframleiðandann NIGO. Leikföngin voru úr einkasafni NIGO en á meðal þeirra voru fjölmargar dúkkur, Svarthöfðahjálmur og árituð ljósasverð.

Dýrasta leikfangið seldist fyrir 32.500 bandaríkjadollara eða um 4,2 milljónir króna. Það var pakki sem innihélt sjö Star Wars fígúrur frá árinu 1980 sem voru aðeins seldar í gegnum Sears verslanir í Kanada og því býsna sjaldgæfar. Var síðasta boð nokkuð yfir matsvirði leikfangsins sem var á bilinu 8.000 til 12.000 dollarar eða um 1 til 1,5 milljónir króna.

Nýjasta Star Wars myndin verður forsýnd á morgun og tekin til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum næstkomandi fimmtudag. Nú þegar er búið að selja um 10.000 miða í forsölu á kvikmyndina hér á landi og samkvæmt upplýsingum frá Sambíóunum þá þer þetta stærsta forsala á kvikmynd á Íslandi.

Hér má sjá niðurstöður uppboðsins.