*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 24. júní 2021 06:47

Seldu sig strax út úr Íslandsbanka

Erlendir fjárfestingasjóðir hafi sumir þegar selt flesta eða alla þá hluti sem þeir keyptu í Íslandsbanka fyrir viku með ríflegri ávöxtun.

Ingvar Haraldsson
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi bankann inn á markað á þriðjudagsmorgun.
Eyþór Árnason

Dæmi eru um að stórir erlendir fjárfestingarsjóðir sem tóku þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka hafi þegar selt megnið eða öll bréf sín í bankanum samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Vegna mikillar hækkunar á hlutabréfaverði bankans skilar sala bréfanna seljendum allt að 20%-25 söluhagnaði á þeirri ríflega viku sem liðin er frá lokum útboðsins.

Þó almennt þyki útboðið hafa heppnast vel er viss óánægja meðal innlendra fjárfesta með hve stóran hlut erlendir aðilar fengu úthlutað í útboðinu. Sér í lagi í ljósi þess að frá því að útboðinu lauk hafa innlendir fjárfestar, ekki síst lífeyrissjóðir, verið áberandi meðal kaupenda bréfa í bankanum af erlendum fjárfestum. Greint var frá því við lok útboðsins að erlendir fjárfestar hefðu fengið úthlutað um 11% af þeim 35% sem ríkið seldi í bankanum.

Nánar er fjallað um hlutafjárútboð Íslandsbanka í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Íslandsbanki útboð