*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 4. maí 2017 08:19

Seldu vegna óánægju með stjórnarhætti

Gildi lífeyrissjóður hefur selt 2,8% af 7% eignarhlut sínum í VÍS vegna óánægju segir framkvæmdastjórinn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Vegna óánægju með stjórnarhætti hjá Tryggingarfélaginu VÍS hefur Gildi lífeyrissjóður selt 2,8% af hlut sínum í félaginu, svo heildareignarhlutur sjóðsins í félaginu er kominn niður í 4,19%. „Okkur hugnuðust ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengist í VÍS,“ hefur Morgunblaðið eftir Árna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gildis.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um sagði Herdís Fjeldsted sig úr stjórn VÍS í lok mars þegar Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður í hennar stað. Ástæðan var sögð ólík sýn á vinnubrögð og stjórnarhætti.

Aðrar sviptingar hafa svo verið í stjórn fyrirtækisins, en Jakob Sigurðsson, forstjóri þess sagði upp störfum fyrir tveimur vikum til að taka við sem forstjóri Victrex í Bretlandi, og hefur Helgi Bjarnason tekið við hans starfi eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is