Seldum fasteignum fjölgaði í Bandaríkjunum í febrúar frá sama tíma í fyrra. Um er að ræða aukningu í fyrsta skipti í sjö mánuði. En þrátt fyrir þessa aukningu hefur söluverð aldrei lækkað jafnmikið milli mánaða.

Samtök fasteignasala í Bandaríkjunum sögðu að seldum fasteignum hefði fjöldað um 2,9%, en miðgildi húsnæðisverðs féll um heil 8,2% í 195,900 dollara. Um er að ræða um mestu lækkun síðan mælingar hófust 1968,

Sérfræðingar vestanhafs segja að þessar nýju tölur gefi til kynna að húsnæðismarkaðurinn sé að jafna sig eftir þau áföll sem yfir hann hafa riðið síðustu mánuði. Sambærilegar tölur fyrir janúarmánuð voru mun neikvæðari og sýndu fjölda seldra fasteigna í 9 ára lágmarki, og því bjuggust flestir við áframhaldandi samdrætti í febrúar.