Umsvif á bandaríska húsnæðismarkaðnum munu halda áfram að dragast saman og seldum eignum fækka, ef marka má meðalspá greiningaraðila sem Bloomberg ræðir við í dag. Samtök fasteignasala vestanhafs munu opinbera tölur um seldar eignir í júní á fimmtudaginn næstkomandi.

Umsvif á bandaríska húsnæðismarkaðnum munu halda áfram að dragast saman og seldum eignum fækka, ef marka má meðalspá greiningaraðila sem Bloomberg ræðir við í dag. Samtök fasteignasala vestanhafs munu opinbera tölur um seldar eignir í júní á fimmtudaginn næstkomandi.

Samkvæmt miðgildisspá Bloomberg mun salan dragast saman um 1,3% í síðasta mánuði.

Keyptar í eignar í júní verða því um 4,93 milljónir, sem er lækkun úr 4,99 milljónum í síðasta mánuði. Frá því að velta á húsnæðismarkaði náði hámarki sínu í júní 2005 hefur samdrátturinn numið 35%.

Á föstudaginn mun síðan viðskiptaráðuneytið bandaríska birta tölur og nýbyggingar á markaði. Þær voru alls 512.000 í maí, en reiknað er með að þær hafi verið 503.000 í júní.