Seðlabanki Íslands hefur nú gengið frá sölu á öllum eignarhlutum sínum og kröfum í eignarhaldsfélaginu Kaupþingi til bandaríska vogunarsjóðsins Tatonic Capital. Þetta kemur fram í frétt DV .

Um síðustu mánaðamót var Eignasafn Seðlabanka Íslands fjórði stærsti hluthafi Kaupþings og átti 6% eignarhlut. Samkvæmt heimildum DV er það bandaríski vogunarsjóðurinn Tatonic Capital, sem fyrir átti stærstan hluta í Kaupþingi, sem keypti megnið af bréfunum fyrr í þessum mánuði.

DV hefur ekki staðfestar upplýsingar um kaupverðið en þó er tekið fram í fréttinni að ef tekið er mið af núverandi höfuðstól breytanlegra skuldabréfa er hægt að áætla að það sé í kringum fimmtán milljarðar króna. Verðmætasta eign Kaupþings er 87% eignarhlutur í Arion banka.