Sveitastjórn Skaftárhreppar hyggst selja húsnæðið sem hýsir bæjarskrifstofur þess og færa skrifstofuna yfir í félagsheimilið Kirkjuhvol. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu en bærinn hefur fenguð fyrirspurnir um kaup á fasteigninni.

„Við teljum að þetta gangi allt vel, við færum okkur yfir í félagsheimilið Kirkjuhvol, en skrifstofa sveitarfélagsins var áður þar. Þar verður aðeins þrengra á okkur en það gerir ekkert til. Þetta er vissulega liður í endurskipulagningunni hjá okkur. Við  lítum svo á að þetta verði millibilsástand þar til við getum tekið Þekkingarsetur í notkun,“ segir Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri í samtali við Sunnlenska.

Það var á fundi sveitastjórnarinnar á mánudaginn sem samþykkt var að auglýsa eignina til sölu. Það var gert í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og í von um að skrifstofa sveitarfélagsins geti flutt í Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri á næstu árum.