*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 29. nóvember 2017 19:16

Selja Bretum SS pylsur og ís

Vera Þórðardóttir og eiginmaður hennar opna veitingastað í London sem sérhæfir sig í íslenskum SS pylsum.

Ritstjórn
Röð myndaðist áður en staðurinn opnaði í hádeginu enda fengu 50 fyrstu gestirnir fengu fría pylsu.
Aðsend mynd

Íslenska SS pylsan er að okkar mati besta pylsa í heimi,“ segir Vera Þórðardóttir sem opnaði í dag veitingastaðinn Chilly Katz í Hammersmith í London sem sérhæfir sig í sölu á íslenskum SS pylsum. „Við höfum smakkað þó nokkrar pylsur og vorum að velta fyrir okkur hvort við ættum að reyna að finna sambærilegt hér. En það er bara ekkert sambærilegt við íslensku pylsuna,“­ segir hún.

Ísbúðin fengið fjölda tilnefninga

Vera hefur ásamt eiginmanni sínum, Phil Harrison, rekið íslenska ísbúð frá því í byrjun árs 2016 undir nafninu Bears Ice Cream Company sem er í um tíu mínútna göngufjarlægð frá Chilly Katz. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og höfum fengið ótrúlegar viðtökur. Við vorum strax útnefnd næstbesti veitingastaðurinn í Shepherd’s Bush af Time Out London Business Awards sem er valið af íbúum hverfisins. Svo erum við tilnefnd til Hammersmith og Fulham Business Awards og West London Business Award,“ segir Vera.

Upphaflega hafi staðið til að opna aðra ísbúð en vegna þess hve góðar viðtökur íslenskar pylsur hafi fengið á Bonfire Night í London hafi þær áætlanir breyst. „Síðustu tvö ár seldum við íslenskar SS pylsur á Bonfire Night í ísbúðina í London. Salan var tvisvar sinnum meiri í ár en í fyrra. Þannig­ að við ákváðum að setja okkur í samband við SS og slá til og opna íslenskan „pop-up“ pylsu stað í Hammer­smith,“ segir Vera.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Umskipti eru að eiga sér stað á rekstrarformi Nova
 • Lyf og heilsa hagnast vel
 • Aðilar vinnumarkaðarins fagna væntanlegri lækkun tryggingagjalds
 • Fjöldi starfsmanna á starfsmannaleigum hefur meira en tvöfaldast
 • Greiðslubyrði húsnæðislána er þyngst á höfuðborgarsvæðinu en léttust á Vestfjörðum
 • Lífeyrissjóðirnir fjármagna 77% allra íbúðaskulda
 • Heimavellir afhenda síðustu íbúðirnar við Tangabryggju
 • Ítarlegt viðtal við Ágúst Fannar Einþórsson, stofnanda Brauð og Co
 • Jólatónleikar eru flestir lágstemmdir en úrvalið er fjölbreytt
 • Fyrirtækið Circular Solutions getur metið kolefnisspor í rauntíma
 • Ásgeir Örn Valgerðarson nýr markaðsstjóri Mountaineers of Iceland tekinn tali
 • Óðinn er á sínum stað og fjallar um sölu bankanna
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um stjórn og stjórnarandstöðu
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is