Höldur ehf (Bílaleiga Akureyrar), hefur auglýst fasteign við Skeifuna 9 til sölu þar sem starfsstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík hafa verið staðsettar frá því um miðjan níunda áratuginn. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar að fyrirtækið muni á haustmánuðum flytja í nýtt húsnæði í Skútuvogi 8.

Aðspurður segir Steingrímur að ástæða flutninganna sé einfaldlega sú að húsnæðið í Skeifunni sé ekki nógu stórt fyrir starfsemina.

Eigin sem er til sölu er Skeifan 9 ehf. sem er eigandi fasteignarinnar á samnefndu heimilisfangi. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og er birt stærð þess 2.159 fermetrar. Þá er lóð fasteignarinnar 4.334 fermetrar að stærð. Heildarfasteignamat eignarinnar er um 489 milljónir króna.