*

sunnudagur, 25. október 2020
Erlent 24. mars 2020 08:04

Selja eignir fyrir 41 milljarða dollara

SoftBank hyggur á endurkaup á ríflega þriðjungi hlutabréfa fyrirtækisins til að endurvinna traust fjárfesta eftir verðfall.

Ritstjórn
Masayoshi Son er stofnandi og forstjóri SoftBank.
epa

Japanska fjárfestingarsamsteypan SoftBank hyggst selja eignir fyrir allt að 41 milljarða dollara til þess að kaupa eigin bréf og lækka skuldir. Samkvæmt frétt Reuters er aðgerðunum ætlað að endurvinna traust fjárfesta á sama tíma og fjármálamarkaðir og fjárfestingar fyrirtækisins hafa fallið í verði. 

Fram að deginum í dag hafði hlutabréfaverð SoftBank fallið um rúmlega 50% síðasta mánuðinn en eftir að greint var frá áðurnefdnum aðgerðum hækkuðu bréfin um 18,6% í viðskiptum dagsins. Var hækkun jafnframt sú mesta á einum degi á bréfum félagsins í 12 ár. 

Um er að ræða gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir en áætluð eignasala nemur í jenum talið 4.500 milljörðum á meðan markaðsvirði félagsins nemur nú um 6.660 milljörðum jena. Þá munu 2.000 milljarðar jena verða nýttir til kaupa á eigin bréfum til viðbótar við 500 milljarða jena eigin kaup sem tilkynnt var um fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækið hyggst því kaupa ríflega þriðjung af eigin bréfum. 

Stikkorð: SoftBank