Jón Ásgeir Jónsson, stjórnarformaður FL Group [ FL ] , segir það að selja eignir frá fjárfestingafélaginu til þess að styrkja stoðir þess á tímum mikils óra á fjármálamörkuðum mjög óhagstætt fyrir hluthafa.

“Við töldum aðstæður á fjarmálamörkuðum mjög óhagstæðar til þess – og hefði í raun verið mjög óhagstæð aðgerð fyrir hluthafa,” segir Jón Ásgeir á hlutahafafundi félagsins í morgun.

Þess í stað var gripið til þess ráðs að renna fasteignasafni Baugs Group inn í FL Group, í skiptum fyrir nýtt hlutafé á genginu 14,7. Markaðsvirði hlutarins er um 43 milljarðar króna. Ennfremur verður sótt frekara fé til fjárfesta á sama gengi og mun heildar hlutafjáraukningin nema 64 milljörðum króna. Að því loknu verður eigið fé FL Group 180 milljarðar króna.

Í lok nóvember var stærsti hlutur FL Group í AMR, móðurfélagi Amercian Airlines, seldur. Árinu hefur eignin lækkað um 15 milljarða króna. Eftirsöluna á það 1,1% hlut í bandaríska félaginu.

Hlutur Baugs Group í FL Group eykst í 35,9% úr 17,7% eftir hlutafjáraukninguna.