Ný íslensk vefsíða, gjafatorg.is, er komin í loftið sem selur gjafakort frá yfir 40 fyrirtækjum. Stofnendur síðunnar eru Hermann Guðmundsson og Ari Steinarson. Tilgangur hennar er að auðvelda Íslendingum að gefa vinum og vandamönnum gjafir við sérstök tilefni, að því er kemur fram í tilkynningu. Þetta er fyrsta fyrirtækið af þessari tegund á Íslandi.

„Við erum nú þegar komnir í samstarf með mörgum þekktum fyrirtækjum eins og Icelandair, 66°Norður, Hamborgarafabrikkunni, Fosshótelum, Borgarleikhúsinu og  öllum verslunum NTC svo einhver séu nefnd,“segir Hermann í tilkynningu. Hann segir sölu gjafakorta hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár í Bandaríkjunum og Evrópu, og sömu sögu sé að segja hér á landi.

„Gjafakort eru sífellt að verða vinsælli enda er mjög flott og þægilegt að fá slíka gjöf því þá getur viðkomandi sjálfur valið það sem honum langar mest í. Markmið Gjafatorgs er að bjóða upp á mikið úrval gjafakorta og á sama tíma einfalda kaupin fyrir neytendur með því að bjóða upp á þjónustuna á netinu.“

Samstarfsfyrirtækjum Gjafatorgs hefur fjölgað jafnt og þétt frá opnun. „Byrjunin lofar góðu og við erum mjög ánægðir með viðtökurnar sem gjafatorg.is hefur fengið. Nú eru jólin framundan og vonandi mun tilkoma Gjafatorgs auðvelda gjafakaupin hjá sem flestum og aldrei að vita nema vefurinn bjargi jólunum hjá einhverjum sem verða á síðustu stundu með gjafakaupin.“