*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 2. janúar 2017 17:50

Selja gömul gjafabréf

Sprotafyrirtæki víðs vegar um heiminn reyna nú að selja gömul gjafabréf. Um er að ræða einhverskonar skiptimarkaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt MarketWatch keyptu bandarískir neytendur gjafabréf fyrir 130 milljarða dala árið 2015. Aftur á móti virðast þeir ekki komast yfir það að nýta þau öll, en CEB TowerGroup telur að gjafabréf að andvirði milljarðs dollara fuðri upp á hverju ári.

Sprotafyrirtæki víðs vegar um vesturlönd, eru þó farin að reyna að skapa markaði fyrir þessi vannýttu gjafabréf. Eitt þessara fyrirtækja heitir Zeek, en það hefur hlotið um 9,5 miilljónir dala í fjárfestingu frá framtakssjóðum.

Samkvæmt fyrirtækinu er hægt að kaupa gjafabréf með allt að 25% afslætti, en fyrirtækið segir 90% gjafabréfa seljast upp innan sólarhrings á vefsíðunni sinni. Fyrirtækið tekur svo þóknun fyrir hverja sölu.

Önnur fyrirtæki hafa verið að fara inn á þennan markað, en þau reyna gjarnar að auglýsa hversu mikið þau spara neytendum. Fyrirtækið Raise, telur sig til að mynda vera búið að spara neytendum 100 milljónir dala frá árinu 2013.

Stikkorð: Gjafabréf Markaður Jólin