MP banki seldi í gær rétt rúmlega 6,2 milljónir hluta í Fjarskiptum, rekstraraðila Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone stóð þá í 32,6 krónum á hlut og má því ætla að söluandvirðið hafi numið rétt rúmum 204 milljónum króna.

Fram kemur í flöggun til Kauphallarinanr að MP banki hafi átt 19.749.369 hlut í félaginu áður en viðskiptin gengu í gegn og hafi hann eftir þau átt 13.488.698 hluti sem jafngildi 3,88% hlut.

MP banki átti um tíma rúma 25 milljón hluti í Fjarskiptum og réð í apríl yfir 7,6% í félaginu samkvæmt hluthafalista .