Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Cerberus hefur ákveðið að selja hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Freedom Group. Undir hatti Freedom Group eru skotvopnaframleiðendurnir Bushmaster, PDMS Panther Arms og Remington. Cerberus keypti Bushmaster árið 2006 og bjó þá til eignarhaldsfélag utan um fyrirtæki í þeirra eigu sem framleiðir skotvopn. Viðskiptavinir Cerberus sem eiga hlut í sjóðnum sem heldur utan um fjárfestinguna í Freedom Group eru m.a. lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar.

Bushmaster framleiddi m.a. hálfsjálfvirkan riffil sem notaður var í fjöldamorðunum í Shandy Hook í Bandaríkjunum þar sem 27 manns var myrtur þar á meðal 20 grunnskólabörn.

Fram kemur í umfjöllun bandaríska dagblaðsins The New York Times að tekjur Freedom Group námu 677,3 milljónum dala, jafnvirði 85 milljörðum íslenskra króna,  á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er 20% aukning á milli ára. Blaðið hefur upp úr tilkynningu frá Cerberus þar sem tilkynnt er um söluna að sjóðurinn vilji leggja lóð sitt á vogarskálarnar í umræðunni um breytingu á byssulöggjöfinni í Bandaríkjunum.