*

mánudagur, 22. júlí 2019
Erlent 5. júní 2018 09:48

Selja hlut sinn í RBS

Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að selja 7,7% hlut sinn í RBS með tapi.

Ritstjórn
Breska ríkið á 70,1% hluta í Royal Bank of Scotland.
epa

Breska ríkisstjórnin hefur greint frá því að hún ætli að selja 7,7% hlut í Royal Bank of Scotland. Þessi sala er partur af áætlunum stjórnarinnar um að selja alla hluti ríkisins í bankanum, en breska ríkið á 70,1% hlut í bankanum. Þegar salan hefur gengið í gegn mun hlutur ríkisins í bankanum lækka niður í 62,4%.

Samtals munu 925 milljónir hluta í bankanum vera seldir og gert er ráð fyrir að söluandvirðið verði um 2,6 milljarðar punda.

Breska ríkisstjórnin hefur sætt sig við þá staðreynd að hún muni aldrei fá þann pening sem settur var í bankann á sínum tíma til baka. Í bankahruninu árið 2008 bjargaði ríkið bankanum frá því að fara í þrot með 45,5 milljarða fjárfestingu í rúmlega 80% hlut í bankanum. Greint er frá þessu á vef WSJ

Stikkorð: Bretland RBS