Brim hefur selt togarann Höfrung III AK 250 til Rússland og verður skipið afhent nýjum eiganda í næsta mánuði. Í staðinn kemur í flotann skip frá Arctic Prime Fisheries ApS að nafni Iivid en það mun bera nafnið Svanur RE 45. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Söluverð Höfrungs er 5 milljón dollarar, andvirði tæplega 640 milljón króna á gengi dagsins, en skipið var smíðað árið 1988 í Noregi. Það er 56 metra langt og 1.521 brúttótonn. Kaupandi er Andeg Fishing Collective í Murmansk.

Hið nýja skip er ellefu metrum lengra, smíðað 1999 og 1.969 brúttótonn. Áætlað er að það komi í flota Brims í lok þessa mánaðar en kaupverð er 58 milljón danskar krónur, andvirði 1.166 milljón króna á gengi dagsins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er einnig í stjórn Arctic Prime að því fram kemur í tilkynningunni.