*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 11. nóvember 2019 15:04

Selja húsnæði gamla Prentmets

Nýja sameinaða félagið Prentmet Oddi hefur sett gamla húsnæði Prentmets á sölu. Metið á 1.300 milljónir króna.

Ritstjórn
Gamla atvinnuhúsnæði Prentmets við Lyngháls 1 er til sölu.
Hörður Kristjánsson

Prentmet Oddi hefur auglýst atvinnuhúsnæði að Lynghálsi 1 til sölu en húsið er 3.818 fermetrar að stærð og er metið á rúmar 1.300 milljónir króna samkvæmt nýlegu verðmati fasteignasala. Húsið hýsti áður prentsmiðju Prentmets, sem sameinaðist á dögunum prentsmiðju Odda, en nýtt sameinað félag, Prentmet Oddi, verður með aðsetur að Höfðabakka 7 þar sem Oddi var áður til húsa. 

Samkvæmt auglýsingu á fasteignavef Vísis er um að ræða steinsteypt atvinnuhúsnæði á þremur hæðum, auk þakrýmis. Efsta hæðin er inndregin. Viðbyggt við aðalhúsið er stálgrindarhús, sem var byggt árið 2001, en aðalbyggingin var byggð árið 1981. Heildarflatarmál eignarinnar er 3818 fermetrar og skiptist hún í tvo eignarhluta; prentsmiðjuna og skrifstofur. 

Lóðin er skráð sem iðnaðar- og athafnalóð og er stærð hennar 8.539 fermetrar. Nýlega samþykkt breyting á deiliskipulagi gefur nýtingarhlutfall lóðarinnar eða samtals 9.393 fermetrar byggingarmagns á lóðinni, sem jafngildir 5.575 fermetra byggingarrétti. 

Óskað er eftir tilboðum í eignina í auglýsingunni.