Íslandsbanki seldi í síðustu viku rétt rúmlega 10,1 milljón bréfa í olíuversluninni N1. Þetta jafngildir um 1% af útistandandi hlutabréfum N1. Ætla má að söluandvirði bréfa Íslandsbanka í N1 hafi numið tæpum 187,4 milljónum króna.

Íslandsbanki átti samkvæmt því sem fram kemur í flöggun rúmlega 59,1 milljón hluti í N1 eða 5,88% hlut í N1. Eftir viðskiptin fer eignarhlutinn í um 4,9%.

Íslandsbanki á eftir viðskiptin 49 milljón hluti í N1. Miðað við gengi hlutabréfa N1 í dag nemur markaðsverðmæti þeirra 914 milljónum króna.