*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 5. desember 2018 10:46

Selja í Sýn fyrir 112 milljónir

Kvika banki hefur lækkað eignarhlut sinn í Sýn úr 5,64% í 4,76% en eiga enn bréf að andvirði ríflega 600 milljóna.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Sýnar eru við Suðurlandsbrautina.

Kvika banki hefur selt tæplega 2,6 milljón hluti í Sýn, en markaðsvirði bréfanna sem voru seld nemur ríflega 112,5 milljónum króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins.

Bréf félagsins eru verðlögð á Keldunni 43,35 krónur eftir 0,58% hækkun í dag í 15 milljóna viðskiptum sem greinilega á eftir að uppfærast.

Í viðskiptunum fór eignarhald bankans úr 5,64% í 4,76%, og á félagið því nú ríflega 14,1 milljón hluti, sem miðað við sama gengi samsvara tæplega 611,8 milljónum króna.

Stikkorð: sala kauphöll Kvika Sýn