Stjórn Skeljungs hefur ákveðið að setja fasteignir og lóðir félagsins í söluferli, með það í huga að leigja þær svo til baka, að hluta eða öllu leyti. Umræddar eignir eru eftirfarandi (tekið er fram í tilkynningu að listinn sé þó ekki tæmandi):

  • Austurströnd 7 (Suðurströnd), 170 Seltjarnarnes
  • Birkimelur 1, 107 Reykjavík
  • Baulan, 311 Borgarnesi
  • Brúartorg 6, 310 Borgarnes
  • Bústaðavegur 20, 108 Reykjavík
  • Dalvegur 20, 201 Kópavogur
  • Fitjum, 260 Reykjanesbæ
  • Grjótháls 8 (Vesturlandsvegur), 110 Reykjavík
  • Gylfaflöt 1, 112 Reykjavík
  • Hagasmári 9, 201 Kópavogur
  • Kleppsvegur, 104 Reykjavík
  • Laugavegur 180, 105 Reykjavík
  • Litlatún 1, 210 Garðabær
  • Miklabraut 101 (norður), 105 Reykjavík
  • Miklabraut 100 (suður), 105 Reykjavík
  • Óseyrarbraut 2 (Kænan), 220 Hafnarfjörður
  • Reykjavíkurvegur 58, 220 Hafnarfjörður
  • Skagabraut 43, 300 Akranesi
  • Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík
  • Suðurfell 4, 111 Reykjavík

Tilkynnt var í lok júní að stjórn Skeljungs hefði tekið ákvörðun um að meta framtíðarkosti eignarhalds á fasteignum félagsins og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði félaginu til ráðgjafar. Í tilkynningu þar sem greint er frá ofangreindu segir að síðan þá hafi verið lögð vinna í að meta fasteignir félagsins, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, en einnig á Vesturlandi og Reykjanesi.

Heildarvirði eigna sem um ræði nemi u.þ.b. 10 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðamati sem háð sé ýmsum forsendum, m.a. framtíðarleigutekjum en ráðgjafar félagsins muni vinna áfram í mati á virði umræddra eigna.

„Félagið mun halda eftir öðrum fasteignum og lóðum félagsins að svo stöddu. Frekari upplýsingar um framgang málsins verða birtar eftir því sem ferlinu vindur fram,“ segir að lokum í tilkynningu Skeljungs.