*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 5. febrúar 2018 10:45

Selja lýsi í Bandaríkjunum

Margildi og Icelandic Trademark Holding hafa gert með sér samkomulag um sölu lýsis í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Við undirritun samkomulags Margildis og Icelandic Trademark Holding.
Aðsend mynd

Icelandic Trademark Holding, eigandi vörumerkjanna ´Icelandic´ og ´Icelandic Seafood´ og Margildi ehf. hafa skrifað undir leyfissamning um markaðssetningu og sölu á fiskolíum undir vörumerkinu ´Icelandic Fish Oil´ í Bandaríkjunum.  Áætlað er að sala og dreifing hefjist síðar á árinu að því er kemur fram í fréttatilkynningu.. 

Margildi sérhæfir sig í framleiðir lýsi úr íslenskum uppsjávarfiski. Icelandic Trademark Holding ( ITH )er eigandi og þjónustuaðili vörumerkjanna „Icelandic” og  „Icelandic Seafood”.

„Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu við Margildi og að markaðssetja þeirra hágæðaafurðir undir okkar sterka vörumerki Icelandic.  Vaxandi áhugi á neytendamarkaði fyrir Íslandi og íslenskum vörum hefur fært okkur stóraukin sóknarfæri og slíkur áhugi hjálpar fyrirtækjum að vera með vörumerki og umbúðir sem vísa sterkt í íslenskan uppruna“  er haft eftir Herdísi Fjeldsted, stjórnarformanni Icelandic Trademark Holding í tilkynningunni en hún segir einnig að lýsismarkaður sé yfir 1,2 billjónir dollara á ári.

Þá vinnur Margildi í samstarfi við nokkur íslensk fyrirtæki að þróun hollra matvæla sem innihalda Omega-3 úr lýsinu og má þar m.a. nefna ferskt pasta, viðbit úr smjöri, skyr, smúðinga, íslenska repjuolíublöndu, brauð, hummus, hnetusmjör, fiski- og grænmetisbuff o.fl.

 „Framtíðin er björt og spennandi tímar framundan þar sem það verður styrkur og jafnframt skemmtilegt að geta vísað beint til íslensks uppruna okkar framleiðsluvara í vörumerkinu sjálfu.“ er einnig haft eftir Snorra Hreggviðssyni, framkvæmdastjóri Margildis.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is