Þýskir rútubílsstjórar sem koma með þarlenda ferðamenn hingað hafa verið uppvísir að því að selja áfengi og mat í rútum sínum og hafa tollverðir gert vörur upptækar úr þeim í stórum stíl. Árni Elíasson, tollvörður á Seyðisfirði, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar koma sér á óvart hversu algengt það sé að varningur finnist í erlendum rútum. Um lögbrot sé að ræða enda óheimilt að selja mat og áfengi í þeim. Þá hafa rútubílstjórarnir ekki veitingaleyfi.

Vikulega koma um fjórar til fimm rútum með Norrænu, að því er fram kom í fréttinni.