Framleiðsludeild hjá Lyf og heilsu er að núna að framleiða náttúrulega kremlínu, TærIcelandic, fyrir Móa ehf. Að sögn Ólafs Kristinssonar, lyfjafræðings og framleiðslustjóra hjá Lyf og heilsu, hefur þessi lína komið gríðarlega vel út í öllum prófunum og er þegar komin í mjög vandaðar verslanir í Bretlandi þar sem hún hefur fengið frábæra dóma. "Það sem er óvenjulegt við hana er að öll rotvarnarefnin í þessum kremum eru náttúruleg og hentar hún því sérlega vel þeim sem eru með viðkvæma húð. Auk þessa erum við að þróa krem í samvinnu við fleiri aðila, s.s. Saga Medica og Ustasmiðjuna."

Ólafur Kristinsson segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að margt spennandi sé framundan hjá Lyf og heilsu - Framleiðslu. "Fyrir utan framleiðslu á sviði lyfja tökum við að okkur einstök verkefni í snyrtivöruframleiðslu."