*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 6. ágúst 2019 14:30

Selja restina í Domino‘s

Breska móðurfélagið mun kaupa 4,7% hlut tveggja Íslendinga í Domino's hér á landi og eignast það þar með að fullu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Breska félagið Domino‘s Pizza Group, móðurfélag Pizza-Pizza, rekstrarfélags Domino‘s á Íslandi, mun kaupa 4,7% eignarhlut Birgis Arnar Birgissonar, forstjóra hins síðarnefnda félags, og Steinars Braga Sigurðssonar, og eignast þar með félagið að fullu. Fréttablaðið segir frá.

Þetta kemur til vegna nýtingar þeirra Birgis og Steinars á sölurétti á hendur breska félaginu, í tengslum við kaup þess á 51% hlut árið 2016, og 44,3% hlut til viðbótar ári seinna.

Stikkorð: Domino's