*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Erlent 13. febrúar 2017 18:45

Selja Teslur til Miðausturlanda

Olíufurstar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum munu bráðlega geta keyrt um á Teslum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bandaríska tækni- og rafbílafyrirtækið Tesla ætlar nú að hefja sölu á rafbílum í Miðausturlöndum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem birtist í dag.

Sameinuðu arabísku furstadæmin verða fyrsti markaðurinn, en þar mun félagið selja Model S og Model X bíla.

Elon Musk segir tímasetninguna vera afar góða, sérstaklega í ljósi þess að furstadæmin hafa sett sér stór markmið í umhverfismálum.

Tesla hefur nú þegar reist tvær hleðslustöðvar í sameinuðu arabísku furstadæmunum, en stefnir á að reisa fimm hleðslustöðvar til viðbótar á þessu ári.

Fyrirtækið hefur einnig tjáð sig um það að Indland gæti orðið á áhugaverðum markaði.

Stikkorð: Dubai Tesla Elon Musk