*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Erlent 10. ágúst 2017 13:13

Selja um 2% hlut í Manchester United

Stærstu eigendur Manchester United hyggjast selja um 2% hlut í félaginu í næstu viku.

Ritstjórn
epa

Glazer fjölskyldan sem er stærsti eigandi enska knattspyrnuliðsins Manchester United hyggst selja um 2% í félaginu í útboði sem mun fara fram næstkomandi þriðjudag. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC

Reiknað er með því að Glazer fjölskyldan muni fá um 72,9 milljónir dollara fyrir 2% hlutinn. Gengi bréfa félagsins stóð í gær í 17,15 dollurum á hlut í Kauphöllinni í New York.

Glazer fljölskyldan keypti Manchester Untied árið 2005 fyrir 790 milljónir punda en markaðsvirði félagsins er nú 2,8 milljarðar dollara. Árið 2012 var félagið sett á markað þegar fjölskyldan seldi 10% hlut í félaginu. 

Með sölunni nú, mun um 20% af hlutabréfum Manchester United verða í umferð í Kauphöllinni í New York.