Eigendur fasteigna í Bretlandi sem hyggjast selja eignir sínar hafir margir hverjir neyðst til að lækka ásett verð.  Þetta kemur fram á vef Gurardian.

Samkvæmt könnun fasteignavefsíðunnar Zoopla.co.uk hafa 36,4% seljenda fasteigna lækkað ásett verð á fasteign sinni í að minnsta kosti eitt skipti síðan í ágúst.  Að meðaltali hefur lækkunin verið 6,1% eða 16.000 pund.

Fasteignaverð í Bretlandi hefur lækkað mikið undanfarið og var lækkunin 0,9% í október.