*

mánudagur, 27. september 2021
Huginn & Muninn 3. júlí 2021 10:03

Seljið allt sem íslenskt er

Ef eitthvað er að marka gervigreindina var eitthvað sterkara en kaffi í morgunbolla seðlabankastjóra í miðri viku.

Huginn og muninn
Aðsend mynd

Hrafnarnir voru meðal þeirra sem fylgdust spenntir með útsendingu af fundi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gunnars Jakobssonar, varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika.

Í útsendingunni var prufukeyrður nýr spilari, en sá er búinn maskínu sem býr sjálfkrafa til enskan texta úr því sem fram fer. Sá gæti þurft örlítið fleiri prufukeyrslur því af þýðingunni mætti álykta að seðlabankastjóri hefði fengið sér eitthvað sterkara en kaffi fyrir fundinn.

Meðal gullkorna gervigreindarinnar voru frasarnir „I’m off and take you to my bed“, „Here we can do PlayStation 4“ og „Let it be a pack of the school and then, hi coconut“.

Hrafnarnir vona að gervigreindin hafi ekki sannfært erlenda fjárfesta um að selja allt sem íslenskt er.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.