*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Erlent 6. janúar 2016 16:00

Selt í App Store fyrir 2.600 milljarða

Forritasölumarkaður Apple sem kallast App Store seldi fyrir 20 milljarða Bandaríkjadala árið 2015.

Ritstjórn

Tæknirisinn Apple lýsti því yfir að met hefði verið slegið í árlegri sölu á App Store forritamarkað sínum árið 2015. Þá seldust smáforrit fyrir 20 milljarða Bandaríkjadala, eða 2.600 milljarða króna.

Apple tekur 30% hlut af hverri sölu, sem þýðir að hagnaður félagsins af allri sölunni nam einhverjum 6 milljörðum Bandaríkjadala, eða í kringum 780 milljarða króna.

Samtals eru 1,5 milljón smáforrit í boði í App Store, en þau eru misgóð eins og þau eru mörg. Engu að síður sýna tölurnar fram á hversu gífurlega stór hluti af tekjuöflun Apple App Store hefur orðið.

Apple seldi vörur og þjónustu fyrir 233 milljarða bandaríkjadala, eða 30 þúsund milljarða íslenskra króna, árið 2015, en hagnaður að frádregnum kostnaði nam 53 milljörðum dala, sem er um það bil 7 þúsund milljarðar króna.

Stikkorð: Apple Google Facebook Tim Cook Tækni App Store Hugbúnaður Erlent