Hrunadansinn í þjóðfélaginu undanfarin ár var stigin af flestum sveitarfélögunum að einhverju leyti segir í nýjasta riti Vísbendingar . Það er þó æði misjafnt hver árangur einstakra sveitarfélaga hefur verið í að stýra sínu fjármálum og talsverð breyting hefur verið á þeirri einkunnargjöf sem Vísbending gefur sveitarfélögunum vegna ársins 2007.

Þar er Seltjarnarnes „draumasveitarfélagið" og hoppar úr öðru sæti í það fyrsta, en Garðabær sem áður vermdi fyrsta sætið fellur niður í það áttunda.

Það er þó án efa Snæfellsbær sem er hástökkvari á þessum mælikvarða, en sveitarfélagið fer úr 29. sæti í 2. sætið. Þá fer Eyjafjarðarsveit úr 11. sæti í 3. sæti og Húnaþing vestra stekkur úr 25. sæti í það 4.

Fleiri hástökkvara má nefna því Hveragerði stekkur úr 17. sæti í 5. sæti, Dalvíkurbyggð fer úr 7. sæti í það 6. og Akureyri stekkur úr 20. sæti í það 7.   Vísbending segir að staða sveitarfélaga hafi batnaða á árinu 2007 eftir erfitt á þar á undan. Hins vegar sé hætt við að á árinu 2008 hafi mjög þrengt að fjárhag margra sveitarfélaga.

Heildarskuldbindingar sveitarfélaganna í landinu jukust úr 280 milljörðum króna árið 2006 í 301 milljarð árið 2007. Hlutfall heildarskulda (með skuldbindingum) var um 148% af tekjum á ári hjá sveitarfélögunum í heild 2007, en var 163% árið 2006.