Seltjarnarnes verður allt gert að einum risastórum heitum reit (e. HotSpot), samkvæmt samkomulagi sem Vodafone og bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi kynna á fréttamannafundinum í Ljóskastarahúsinu í dag.  Seltjarnarnesbær telur um 5000 íbúa og  innheimtir eitt lægsta útsvar á landsvísu. Þrátt fyrir smæð hefur bærinn sinnt forystuhlutverki sveitarfélaga í nútíma gagnaflutningi. Nú verður íbúum boðið upp á enn betri fjarskiptaþjónustu til viðbótar við ljósleiðaratengingar sem komnar eru í öll hús á Seltjarnarnesi.