Þann nítjánda maí mun William Koch, annar hinna frægu Koch-bræðra, selja rauðvínssafn sitt - sem telur einhverjar 20 þúsund flöskur af rauðvíni. Það er hæst metið á litlar 20 milljónir Bandaríkjadala, sem eru 2 milljarðar íslenskra króna.

Koch er frægur fyrir brask með ýmis konar vín. Eitt sinn keypti hann fjórar flöskur af rauðvíni sem Thomas Jefferson, einn bandarísku stofnfeðranna, átti að hafa keypt. Kaupverðið var hálf milljón dala, eða 65 milljón krónur. Síðar komst hann svo að því að flöskurnar voru falsaðar.

Árið 2005 komst hann svo að rúmlega 200 vínflöskur sem hann keypti af sölumanni - fyrir meira en tvær milljónir dala eða 260 milljónir - voru falsaðar. Hann lögsótti vínsalann sem þurfti fyrir vikið að dúsa 10 ár í fangelsi.

Í orðsendingu frá Koch sem fylgdi með tilkynningunni um söluna segir að hann eigi meira en 43 þúsund vínflöskur - og þar eð hann muni aldrei geta notið þeirra til hlítar hafi hann hugsað sér að deila þeim þess í stað með heiminum í kringum sig.