*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 17. desember 2016 11:40

Selur bikarinn frá KSÍ

Bik­ar sem KSÍ, færði bras­il­ísku knatt­spyrnugoðsögn­inni Pelé í til­efni af fyrstu heim­sókn­ar hans til lands­ins, er til sölu á Ebay.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Knattspyrnugoðsögnin Pelé hefur sett á sölu bikar sem Knatt­spyrnu­sam­band Íslands færði honum í tilefni af fyrstu heimsókn hans til landsins árið 1991. Er bikarinn til sölu á uppboðsvefnum Ebay. Þetta kemur fram á vef mbl.is í dag. 

Ekki er um að ræða einstaka sölu þar sem Péle hóf fyrr á þessu ári að selja ýmsa muni tengda knatt­spyrnu­ferli sín­um í gegn­um Ju­lien’s-upp­boðshúsið í London. Upp sett verð á bik­ar­num góða frá KSÍ er um 353.000 ís­lensk­ar krón­ur. 

Stikkorð: KSÍ Pelé