Útgerðarfélag Reykjavíkur, að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brim hefur selt 46,6 milljón hluti í Brim fyrir tæplega 1,8 milljarða króna til félagsins KG Fiskverkun sem er í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssona bróður hans.

Hlutirnir eru seldir á genginu 38 krónur, en gengi bréfa í Brim í kauphöllinni í dag hefur lækkað um 2,60% niður í 37,50 krónur það sem af er degi í 212 milljóna króna viðskiptum þegar þetta er skrifað uppúr nýjustu uppfærslu Keldunnar.

Eftir kaupin á KG Fiskverkun 6,5% hlut í Brim, en Guðmundur á eftir söluna í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur tæplega 905 milljón hluti sem samsvara 46,26% hlut í Brim ef hefðbundnir fyrirvarar við kaupum félagsins á 196,5 milljón hlutum FISK-Seafood Brim ganga eftir. Afhending hlutanna verður 1. desember næstkomandi.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá keypti Brim Fiskvinnsluna Kamba og útgerðarfélagið Grábrók fyrir 3,1 milljarð króna í síðasta mánuði, en Hjálmar átti Grábrók að fullu og tæplega 40% í Kamba.

Kaupverðið á Kamba sjálfum var 2,3 milljarðar króna en hluti kaupverðsins var greitt með hlutabréfum í Brimi sem voru í eigu þess sjálfs, og nemur það 1% af heildarhlutafé Brims. Með þeim viðskiptum fór Brim yir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en félagið hefur hálft ár til að gera ráðstafnir sem koma félaginu undir það þak.

Hér má lesa helstu fréttir um málefni HB Granda og Brim síðan um það leiti sem Guðmundur keypti í félaginu: