*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 29. júní 2021 11:34

Selur fyrir jafn mikið og hann keypti

Magnús Jóns­son seldi í dag hlutabréf í ISI hf. með 8,7 milljóna króna hagnaði. Stutt er síðan að hann keypti 2,3 milljónir hluta á genginu 5,4 krónur.

Ritstjórn
Eyþór Árnason

Magnús B. Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Iceland Sea­food I­berica, seldi hluta­bréf í Iceland Sea­food International hf. fyrir 12,7 milljónir króna í dag. Þetta kemur fram í til­kynningu til kaup­hallirnar.

Í síðustu viku keypti Magnús 2,35 milljónir hluta í fé­laginu á genginu 5,4 krónur fyrir um 12,7 milljónir króna sem er jafn­framt sama upp­hæð og hann seldi fyrir í dag. Söluhagnaðurinn af þessum viðskiptum er því um 8,7 milljónir króna.

Hann seldi 735 þúsund hluti í fé­laginu á genginu 17,3 krónur. Eftir kaupin á hann 1,6 milljónir hluta í fé­laginu að verð­mæti tæp­lega 28 milljóna króna sé miðað við sölu­gengi bréfanna í þessum við­skiptum. Auk þess á hann kaup­rétt að 7,65 milljónum hluta.