Bandaríska eignastýringarfélagið Eaton Vance hefur selt tæplega 2,3 milljónir hlutabréfa í Eimskipi. Ef miðið er við síðasta markaðsgengi hlutabréfa Eimskips, sem nam 236,5 krónum, nema viðskiptin alls 537 milljónum króna.

Eftir viðskiptin á Eaton Vance tæplega 8,3 milljón hluti í Eimskipi eða 4,43% hlut, að því er segir í tilkynningu.

Bréf Eimskips hafa hækkað talsvert á undanförnum vikum. Í upphafi októbermánaðar stóðu þau í 132 krónum hvert og hafa hækkað um 79% síðan þá. Yfirtökutilboði Samherja í allt hlutafé Eimskips lauk nýverið. Nær enginn tók tilboðinu – líkt og Þorsteinn Baldvinsson forstjóri Samherji gerði ráð fyrir – en yfirtökugengið var 175 krónur.