Svissneski matvæla- og drykkjarvörurisinn Nestlé hefur hyggst selja hlutabréf í franska snyrtivörufyrirtækinu L‘Oréal fyrir 8,9 milljarða evra, eða sem nemur 1.315 milljörðum króna. Hlutur Nestlé í L‘Oréal lækkar úr 23,3% í 20,1% við viðskiptin.

Snyrtivörufyrirtækið sjálft mun kaupa hlutinn af Nestlé og lækka hlutaféð sitt í kjölfarið. Eftir viðskiptin mun hlutur Bettencourt Meyers fjölskyldunnar hækka úr 33,3% í 34,7%. Francoise Bettencourt, höfuð fjölskyldunnar, er ríkasta kona heims samkvæmt auðmannalista Forbes. Auður fjölskyldunnar er metinn á 93 milljarða evra í dag.

Fylgst hefur grannt með sambandi fyrirtækjanna tveggja frá því að áhrifafjárfestirinn Third Point reyndi árangurslaust að fá Nestlé til að selja hlutinn sinn í L‘Oréal árið 2017, samkvæmt Financial Times . Síðan þá hefur hlutabréfaverð L‘Oréal meira en tvöfaldast og náði sínum hæstu hæðum í síðasta mánuði.

Um er að ræða í annað skiptið sem Nestlé minnkar við sig í L‘Oréal en matvælaframleiðandinn seldi fyrir 6 milljarða evra árið 2014.