Örvar Kærnested, fjárfestir og stjórnarmaður í TM, hefur selt 5,7 milljón hluti í TM á verðinu 30,125 krónur á hlut, eða fyrir 171,9 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Fjármálaeftirltisins . Fyrir söluna átti félagið Riverside Capital ehf. 2,76 prósenthluti í TM — eða 18.707.878 eignarhluti — en nú á félagið 1,76 prósent hlut í TM.

Örvar tók sæti í stjórn TM árið 2012. Á árunum 1999 til 2008 starfaði Örvar hjá Stoðum. Örvar er eigandi Riverside Capital. Stærsti hluthafar í TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 9,99 prósent eignarhlut og Gildi - lífeyrissjóður með 9,13 prósent eignarhlut.