Stjórnarmaður í Vátryggingafélagi Íslands, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, hefur selt 141.650.000 hluti, eða 7,25% bréfa í félaginu, fyrir 1.552 milljónir króna, á 10,96 krónur hvert bréf. Fréttin hefur verið leiðrétt.

Á stjórnendavef VÍS segir að hún eigi ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Þórðarsyni um 6,8% hlut í VÍS í gegnum K2B fjárfestignar ehf. og Heddu eignarhaldsfélag ehf.

Hins vegar segir í fjárfestalista félagsins að félagið K2B fjárfestingar sé þriðji stærsti hluthafi í félaginu með áðurnefndan 7,25% hlut, svo það er ljóst að allir hlutir þess félags hafa verið seldir.