Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, hefur 21,7 milljóna króna söluhagnað upp úr viðskiptum sínum með bréf í Kviku fra miðjum nóvember 2019. Baldur seldi í dag 4,8 milljónir hluta í félaginu á genginu 9,39 krónur á hlut fyrir alls 45,1 milljón krónur.

Hlutirnir voru keyptir um 14. nóvember. Þann dag keypti Baldur 6,5 milljónir hluta í Kviku á 6,25 krónur á hlut fyrir alls 40,6 miljónir króna. Hlutirnir voru keyptir með nýtingu áskriftarréttinda sem gefin voru út í september 2017.

Sjá einnig: Selur í Kviku með 28 milljóna hagnaði

Baldur seldi 1,7 milljónir hluta viku síðar eða 21. nóvember, á 10,14 krónum á hlut fyrir 17,2 milljónir króna. Baldur seldi svo afganginn í dag fyrir 45 milljónir króna.

Baldur fær því 62,3 milljónir króna fyrir hluti sem hann greiddi 40,6 miljónir króna fyrir um miðjan nóvember. Söluhagnaðurinn nemur því 21,2 milljónum króna.

Eftir viðskiptin á Baldur ríflega 80 þúsund hluti í Kviku en á áskriftarréttindi að 13 milljónum hluta til viðbótar.