Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, keypti í dag hluti í Össuri á grundvelli kaupréttarsamnings í félaginu og seldi á ný með 88 milljóna króna hagnaði.

Sveinn keypti 225 þúsund hluti í Össuri af fyrirtækinu í hádeginu í dag fyrir 24,99 danskar krónur, eða samtals um 5,6 milljónir danskra króna, jafnvirði um 121 milljón íslenskra króna. Gengið miðast við kaupréttarsamninginn, sem gerður var 24. febrúar2017, að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri til kauphallarinnar.

Sveinn seldi hlutina á ný tveimur mínútum síðar á núverandi markaðsgengi Össurar í dönsku kauphöllinni, fyrir 43,25 danskar krónur á hlut, fyrir samtals um 9,7 milljónir danskra króna sem samsvarar um 209 milljónum króna hærri. Munurinn er því um 88 milljónir króna.

Sjá einnig: Virði Össrar hækkað um 90 milljarða

Í lok dags 24. febrúar 2017 þegar kaupréttarsamningurinn var gerður stóðu bréf Össurar í 26,1 danskri krónu á hlut. Síðan þá hafa gengi bréfa Össurar hækkað um nærri 70% og stóðu í 44,1 krónu á hlut við lok viðskipta í dag.