Fyrirtækið Monstri selur skrímsli til Japan. Skrímslin verða sennilega seint kölluð hefðbundin skrímsli enda eru þau saumuð úr íslenskri ull.

Fyrirtækið var stofnað árið 2011 en Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi Monstra, hóf skrímslagerð fyrst árið 2009, strax í kjölfar efnahagshrunsins. „Ég byrjaði að sauma fatnað úr íslenskri ull í hruninu, maður var að reyna að bjarga því sem maður átti. Mamma var með verslun á laugarvatni og ég gat selt þar. Þannig byrjar þetta, því þá safnast til svo mikið af afgöngum sem ég týmdi ekki að henda og byrja að búa til skrímsli,“  segir Alma Björk en ferðamenn tóku strax vel í skrímslin og fljótlega keypti hún ekki lengur efni í föt heldur fór að kaupa afganga í skrímslagerðina. „Þá voru þau meira að segja vanþróuð. Þau voru mjög skrítin í útliti til að byrja með,“ segir Alma Björk og hlær.

Salan hefur síaukist á skrímslunum og Alma Björk segist finna fyrir því að ferðamenn vilji fá íslenskt niður í rætur. Dag einn fyrir um rúmu ári fékk Alma Björk tölvupóst frá japönskum dreifingaraðila. „Hann hafði komið til Íslands, séð skrímslin í verslun og sagði að þetta væri ást við fyrstu sýn. Ég var ekki viss um hvort þetta væri einhver vírus eða hvort þetta væri alvöru,“ segir Alma. Það kom á daginn að þetta var mjög svo raunverulegt og ekki nóg með það heldur vildi hinn japanski dreifingaraðili búa til vörumerki úr skrímslunum. Því fylgir ekki einungis að flytja út skrímsli úr ull heldur einnig sem leikföng, teiknimyndir, fatalínu og fleira.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Auðmenn skoða að flytja úr landi
  • Viðtal við Björn Zoega, fyrrverandi forstjóra Landspítalans, um áskoranir heilbrigðiskerfisins.
  • Umfjöllun um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna en þrjú þeirra eru yfir skuldaviðmiði
  • Fjártækni gæti breytt landslagi fjármálakerfisins
  • Kaupæði Íslendinga í útlöndum og á Netinu
  • Leikjafyrirtækið 1939 Games stefnir á 220 milljóna hlutafjáraukningu
  • Flestir greiningaraðilar gera ráð fyrir mjúkri lendingu
  • Ítarlegt viðtal við Gunnar Guðjónsson stofnanda Endor og fyrrum forstjóra Opinna Kerfa
  • Viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson vegna nýrrar bókar
  • Nýr sölu- og markaðsstjóri Búseta tekinn tali
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um ábyrgð í stjórnmálum
  • Óðinn skrifar um um sósíalisma í Þýskalandi Hitlers